Töldu ummælin vera skaðleg

Liðið datt út eftir þrjú töp í röð.
Liðið datt út eftir þrjú töp í röð. Skjáskot/ESL

Athugasemdir gerðar í þættinum „Deleted Scenes“ sem spilaður var milli viðureigna á Counter-Strike mótinu ESL Pro League fóru illa í stjórnendur rafíþróttaliðsins Evil Geniuses sem kvörtuðu til mótshaldara.

Þátturinn er byggður á grínþáttunum „Whose line is it anyways“ sem ganga út á það að nefndar eru ólíklegar aðstæður og þátttakendur reyna svo í kjölfarið að finna óvenjuleg svör til þess að kveikja hlátur áhorfenda. 

Auðvelt skotmark

Þátttakendur voru spurðir hvað sé ólíklegast að heyrist í æfingabúðum Evil Geniuses og voru svörin meðal annars:

„Til hamingju allir! Við unnum leik“ og „Það er orðið frekar kalt hérna, er einhver með meiri peninga sem hægt er að kveikja í?“

Samkvæmt heimildum voru stjórnendur liðsins afar ósáttir við þessi ummæli og segja þau hreint skaðleg fyrir rafíþróttaliðið. Eftir að kvörtunin barst var öllu starfsfólki mótshaldarans sagt að fækka ummælum um liðið sem geta talist leiðinleg og var þátturinn tekinn úr umferð.

Evil Geniuses gekk illa á mótinu ESL Pro League Season 17 og tapaði liðið öllum þremur viðureignum sínum á mótinu. Eftir mót var ákveðið að breytingar yrðu gerðar á liðinu enda hefur það einungis sigrað 28% viðureigna sinna síðastliðna þrjá mánuði.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is