Stórmótið í Counter-Strike sem fer fram í París í maí verður það síðasta þar sem notast er við núverandi útgáfu leiksins og verður fyrsta stórmótið sem styðst við Counter-Strike 2 haldið í mars árið 2024.
Þetta þýðir að engin stórmót verða á dagskrá það sem eftir er af árinu og einungis minni mót. Valve tilkynnti þessar fréttir á Twitter-síðu sinni og með því gaf Valve rafíþróttaliðum tímalínu þess efnis hvenær er tímabært að færa sig yfir í nýja leikinn og æfa sig þar vel áður en keppni hefst á ný.
The Paris Major will be the final CS:GO Major.
— CS2 (@CounterStrike) March 24, 2023
The following Major will be in March 2024 and the first in Counter-Strike 2.
Counter-Strike 2 var kynntur á dögunum en einungis útvaldir fá að prófa leikinn núna og kemur hann út fyrir almenning í sumar. Hérna fyrir neðan er hægt að lesa sér til um útgáfuna.