Pétur Guðmundsson heiðraður

Pétur Guðmundsson er fyrrum atvinnumaður í körfubolta.
Pétur Guðmundsson er fyrrum atvinnumaður í körfubolta. Skjáskot/Twitter

Fyrsti íslenski körfuboltamaðurinn til þess að ganga til liðs við lið í NBA-deildinni í Bandaríkjunum, Pétur Karl Guðmundsson, hefur fengið sérstakt heiðursspil í tölvuleiknum NBA 2K23. Spilarar geta safnað spilum í leiknum og því betri spil sem þú átt, því betra er liðið þitt.

Pétur Guðmundsson fékk á dögunum spil sem er talið eitt af bestu spilum leiksins. Spilið er heiðursspil í leiknum og er hluti af hóp spila sem heita „Elemental“-spil. Þau samanstanda af fyrrum atvinnumönnum í leiknum og gerð til að heiðra leikmennina.

Ferillinn

Pétur Karl Guðmundsson fæddist árið 1958 og árið 1981 bauð hann sig fram í nýliðaval NBA og samdi í kjölfarið við Portland Trail Blazers. Árið 1992 gekk hann svo til liðs við Los Angeles Lakers og svo San Antonio Spurs. Pétur spilaði heilt tímabil með Los Angeles Lakers eftir að hafa staðið sig vel á 10-daga samning sem hann fékk.

Á þessu tímabili skoraði hann að meðaltali 7,3 stig í leik og náði 4,8 fráköstum. Eftir tímabilið skrifaði Pétur undir tveggja ára samning við Lakers en varð fyrir því áfalli að meiðast fyrir tímabilið og þurfti að fara í aðgerð. Þegar Pétur var enn að ná sér eftir meiðslin var honum skipt yfir til San Antonio Spurs þar sem hann spilaði eina 69 leiki og byrjaði í 9 af þeim. 

Pétur endaði ferilinn heima þar sem hann lék með Breiðablik.

Tölvuleikurinn NBA 2K23

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur fær spil í leiknum en árið 2017 gaf NBA 2K út spil sem ekki margir notuðu enda var það ekki talið nógu gott.

Nýja spilið virðist þó falla vel í kramið hjá spilurum leiksins, spilið er einmitt það sem marga spilara vantar, stór leikmaður sem kostar ekki of mikið. Hann er því betri en margir aðrir í sömu leikstöðu.

Hann er með frábær kostur fyrir marga enda stærri en margir aðrir leikmenn sem notaðir eru í leiknum, hann er góður að skjóta þriggja stiga skotum og auðvitað að hlaupa að körfu og klára sniðskot. Nokkur myndskeið hafa birst á Youtube þar sem spilarar fara yfir leikmanninn og kryfja tölurnar niður og er gaman að sjá góða umfjöllun.

mbl.is