Agnarsmá kerfisuppfærsla í loftið

Playstation framkvæmir uppfærslur á leikjatölvunum reglulega.
Playstation framkvæmir uppfærslur á leikjatölvunum reglulega. AFP

Sony birti í gær nýja uppfærslu á tölvukerfi Playstation 5 leikjatölvanna. Kerfisuppfærslur eiga sér stað á nokkurra mánaða fresti og eru þær flestar aðeins stærri en sú sem fór í loftið í gær.

Til dæmis má nefna uppfærsluna sem átti sér stað fyrir nokkrum mánuðum þegar samskiptakerfið Discord var kynnt til leiks fyrir leikjatölvuna eða þegar Sony gerði notendum kleift að færa gögn auðveldlega milli leikjatölva.

Í síðustu uppfærslu kynnti Sony til leiks möguleikann fyrir spilara að sjá hversu mikið er búið af söguþráði leikja, sem fór misvel í spilarana því sumir segjast ekki vilja sjá hversu mikið er eftir, það gæti skemmt upplifunina. Þessi nýja uppfærsla er þó líklega ekki að fara að valda vonbrigðum þar sem einungis er verið að bæta upplifun notenda. Ekki er víst að uppfærslan hafi nein áhrif á notendur. 

Uppfærslan:

  • Bæta útlit skilaboða sem notendur fá frá öðrum spilurum í ákveðnum leikjum.
  • Bæta frammistöðu tölvunnar og auka stöðugleika kerfisins.

Búist er við stærri uppfærslum seinna á árinu þar sem Sony kynnti til leiks nýja tölvu sem ber heitið „Project Q“ sem er eins konar framlenging á Playstation 5 leikjatölvunni og gerir spilurum kleift að spila leiki sína hvar sem er í heiminum, svo lengi sem spilarinn er með stöðuga nettengingu.

mbl.is