67. ráspóll Hamiltons

Lewis Hamilton hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól heimakappaksturs síns í Silverstone. Var það 67. ráspóllinn á ferli hans. Í leiðinni setti Hamilton hraðamet í brautinni sögufrægu.

Í öðru sæti varð Sebastian Vettel hjá Ferrari, liðsfélagi hans Kimi Räikkönen varð þriðji og fjórði var svo Valtteri Bottas hjá Mercedes sem vegna refsingar fyrir ótímabær gírkassaskipti hefur keppni a af níunda rásstað á morgun.

Hamilton ók besta hringinn á 1:26,600 mínútum og var rúmlega hálfri sekúndu fljótari en Vettel og tæpri sekúndu á undan Räikkönen. Þetta er fimmti ráspóllinn sem Hamilton vinnu rí Silverstone og sá þriðji í röð. Þann fysrta vann hann 2007, síðan 2011, 2015, 2016 og 2017.

Max Verstappen hjá Red Bull varð fimmti og NicoHülkenberg var öflugur á Renault og hafnaði í sjötta sæti. Fyrsta tuginn í keppninni um ráspólinn fylltu svo SergioPererz og EstebanOcon hjá ForceIndia, StoffelVandoorne hjá McLaren og RomainGrosjean hjá Haas.

Þetta er í fyrsta sinn sem Vandoorne kemst í lokalotu tímatöku. Liðsfélagi hans brilleraði í fyrstu lotu. Tók alveg í blálokin áhættuna á því að reyna þurrdekk á þornandi brautinni og sú vogun vann. Slapp hann inn á tímahringinn aðeins sekúndubrotum áður en rauða ljósið til marks um að lotunni væri lokið kviknaði. Að hringnum loknum tróndi hann í efsta sæti og var klappað lof í lófa af stúkugestum á innhringnum.

Alonso færist annars aftur á rásmarkinu um 30 sæti vegna íhlutaskipta. Hefur hann keppni við hlið Daniels Ricciardo hjá Red Bull en bíll hans bilaði snemma í fyrstu lotu og þar með var dagurinn búinn fyrir honum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert