„Partíhamur“ verði bannaður

Þrátt fyrir aukaaflið dugði það ekki Lewis Hamilton (t.v.) til …
Þrátt fyrir aukaaflið dugði það ekki Lewis Hamilton (t.v.) til sigurs í Melbourne. Á efsta þrep verðlaunapallsins klifraði Sebastian Vettel (t.h.). AFP

Red Bull liðið hefur hvatt Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) til að stöðva liðin í því að beita sérstökum „partíham“ í stillingum bílvélanna í tímatökunni og skylda liðin til að beita sömu vélarstillingu í tímatöku og keppni.

Mikill getumunur á bíl Lewis Hamilton í þriðju og síðustu lotu tímatökunnar af þremur í Melbourne beindi athyglinni að Mercedesliðinu sem viðurkenndi að hafa brúkað þá sérstakan vélarham á tímahringjum Hamiltons.    

Frosvarsmenn Red Bull liðsins segja að Mercedes hafi í ljósi getu annarra bíla neyðst til að beita allra aflmestu stillingu vélarinnar til að eiga möguleika á ráspólnum. Með þessu hafi það verið tilneytt að sýna öll spilin sem það hafi haft á hendi.

„Þeir urðu órólegir er [Valtteri] Bottas klessti og allt í einu gripu þeir til botnsafls,“ segir Helmut Marko hjá Red Bull. „Þetta var partíhamurinn. Venjulega hafa þeir ekki þurft á honum  að halda og það er augljóst að þeir eru að leika á okkur alla með því að grípa til hans ,“ bætti hann við. 

Mál þetta er nú rætt á vettvangi formúlunnar þar sem við blasir eftir Melbourne hvaða brögðum Mercedes beitti. „Það er hægt að fara margar auðveldar leiðir til að jafna leikinn. Það mætti skylda menn til að brúka sama ham í keppni og notaður var í tímatökunni. Það væri ein lausn. 

Red Bull stjórinn Christian Horner segir það góða lausn að binda vélarham bílanna við lok tímatökunnar. „Þetta var heljarinnar partí, við hefðum alveg viljað djamma með. Þetta er augljóst. Í fyrstu tveimur umferðum tímatökunnar í fyrra tóku þeir enga áhættu en gereðu svo út um keppnina í þriðju  lotunni; munurinn var þá áberandi og verður ekki skrifaður á meira dekkjagúmmí í brautinni.“

Hann segir að líklega lækki partíhamur Mercedesvélarinnar brautartímann um a.m.k. hálfa sekúndu.

Frekar minnka olíubrennslu

Renaultstjórinn Cyril Abiteboul segir vafasamt sé og í raun mjög erfitt að takmarka vélarhaminn. Hann vill fremur að liðin einbeiti sér að því að minnka olíubrennslu vélanna. Það myndi skilar sér strax í að afmá viðbótarafl bílanna í tímatöku.

„Eins og er takmarkast olíubrennslan við 0,6 lítra í keppni en okkar vélar [frá Renault] brenna innan við 0,1 lítra. Að geta takmarkað brennsluna svo núna þá sé ég ekki hvers vegna við skyldum ekki geta lækkað hana enn frekar. Í mínum huga væri það augljós leið, ef menn vilja tryggja að allir haldi sig innan anda reglanna,“ segir Abiteboul.

Sebastian Vettel á Ferrari á undan Lewis Hamilton í keppninni …
Sebastian Vettel á Ferrari á undan Lewis Hamilton í keppninni í Melbourne. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert