Hannes og félagar unnu fyrri leikinn

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og félagar hans í Randers eru fínum málum eftir 2:1 útisigur gegn Lyngby í dönsku úrslitakeppninni í knattspyrnu en liðin eru í umspilsskeppni um það að forðast fall úr  úrvalsdeildinni.

Randers komst í 2:0 með mörkum á 30. og 60. mínútu og þannig var staðan þangað til komið var í uppbótartíma er Lyngby minnkaði muninn.

Síðari leikur liðanna fer fram í Randers á mánudaginn næstkomandi en liðið sem biður lægri hlut í einvígi Lyngby og Randers mætir liðinu sem lendir í 3. sæti dönsku B-deildarinnar, í úrslitaeinvígi um sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Það verður Viborg, Vendsyssel eða HB Köge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert