Styttist í Schumacher

Með því að vinna heimsmeistaratitil ökumanna í fimmta sinn í Mexíkó kvöld hefur Lewis Hamilton skipað sér á bekk með Juan Manuel Fangio, sem vann titla sína á sjötta áratug nýliðinnar aldar.

Aðeins Michael Schumacher hefur unnið titilinn oftar, eða sjö sinnum. Voru þeir um tíma samtímis í keppni, Schumacher og Hamilton, en sá síðarnefndi tók við sætinu í Mercedesliðinu af Schumacher 2014.

Frakkinn Alain Prost og Sebastian Vettel hafa unnið titilinn fjórum sinnum hvor,en sá síðarnefndi háði rimmu við Hamilton um tititilinn í ár allt þar til í kvöld.

Þrjá titla hver hafa unnið Englendingurinn Jack Brabham, Skotinn Jackie Stewart, Austurríkismaðurinn Niki Lauda, og Brasilíumennirnir Nelson Piquet og Ayrton Senna.

Sex ökumenn hafa svo unnið titilinn tvisvar, þar á meðal Finninn Mika Häkkinen og Fernando Alonso, sem féll úr leik í Mexíkó í kvöld.

mbl.is