Alfa Romeo kemur á óvart

Kimi Räikkönen kátur milli aksturslota í Barein.
Kimi Räikkönen kátur milli aksturslota í Barein. AFP

Athyglin beinist nokkuð að Alfa Romeo liðinu, áður Sauber, fyrir kínverska kappaksturinn því það boðar að það mæti til leiks með uppfærslur í yfirbyggingu bílsins og vængi.

Að loknum tveimur fyrstu mótum ársins er Alfa Romeo í öðru sæti í stigakeppni bílsmiða og Kimi Räikkönen bætti mörgum stigum í sarpinn með frammistöðu sinni í Barein. Og árangurinn gæti orðið betri í Sjanghæ ef breytingarnar skila betri bíl.

Talið hefur verið að í hópi liða næst á eftir toppliðunum þremur yrðu Haas, Renault og jafnvel McLaren en þar virðist Alfa Romeo ætla sér einnig að vera. sæti.

„Ég var nokkuð svekktur að  hafa ekki McLareninn,“ segir Räikkönen um slag sinn við Lando Norris hjá McLaren seint í kappakstrinum, er öryggisbíll  kom út í brautina og var þar uns keppninni lauk. „Ég reyndi allt sem ég gat og var hraðskreiðari en Norris. Hann komst hins vegar alltaf aðeins frá mér á útleið úr beygjunum en ég missti alltaf rásfestu þar. Hann hafði greinilega meira grip þar en ég.“

Räikkönen sagði sig hafa skort vængpressu og líklega verður ráðin bót á því í Sjanghæ því þar mætir hann með nýjan afturvæng sem sagður er eiga að bæta stöðugleika afturenda bílsins og auka vængpressuna. 

mbl.is