Vilja meira með þetta lið

Svisslendingar höfðu betur í gærkvöldi í Laugardal.
Svisslendingar höfðu betur í gærkvöldi í Laugardal. mbl.is/Ómar

„Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í 70 mínútur en fáum svo á okkur klaufalegt mark,“ sagði Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir 2:0-tapið gegn Sviss á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.

„Hann er með boltann þegar fyrirgjöfin kemur en missir hann. Við fáum svo svona sex tækifæri til að hreinsa boltann burt en það tekst ekki og svo snýr hann boltann í skeytin,“ sagði Kári um fyrra markið sem Tranquillo Barnetta skoraði eftir darraðardans í og við vítateig íslenska liðsins.

„Mér fannst við alveg vera með leikinn í öruggum höndum en síðan fáum við á okkur þetta klaufalega mark. Undir lokin erum við að reyna að skora og fórnum því varnarmönnum og erum berskjaldaðir til baka. Seinna markið er samt líka klaufalegt. Algjör grís hjá Sviss. Gæinn reynir að skjóta á markið en hittir ekki boltann sem rennur framhjá mér og svo stendur framherjinn upp við markið,“ sagði Kári sem var samt sem áður ánægður með leik íslenska liðsins.

Sjá viðtal við Kára og Alfreð í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina