Glæsimark Arnórs - myndskeið

Arnór Smárason
Arnór Smárason mbl.is/Ómar Óskarsson

Arnór Smárason skoraði glæsilegt mark fyrir Helsingborg gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag eins og áður hefur komið fram.

Arnór spilaði seinni hálfleikinn og innsiglaði 3:1 sigur Helsingborg rétt fyrir leikslok með hörkuskoti sem sjá má í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Þetta var fyrsti deildarleikur Arnórs með sænska liðinu í ár en hann var lánaður þaðan til Torpedo Moskva í Rússlandi fyrri hluta ársins og gerði þá einmitt tvívegis glæsileg mörk á lokamínútunum í leikjum í úrvalsdeildinni þar í landi.

Markið var svona:

mbl.is