„Hann er bestur í heimi“

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid, heldur áfram að bæta markametið í Meistaradeildinni en Portúgalinn skoraði tvö mörk í 3:0 sigri liðsins gegn APOEL Nicosia í gærkvöld.

Ronaldo hefur þar með skorað 107 mörk í Meistaradeildinni, 11 mörkum meira en Lionel Messi hjá Barcelona.

„Hann er bestur í heimi. Hann skorar alltaf. Ef hann hefði haft heppnina með sér þá hefði hann skorað fjögur mörk. Við vitum um hæfileikana sem hann hefur,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn.

mbl.is