Ljós í myrkrinu hjá Lagerbäck

Lars Lagebäck.
Lars Lagebäck. AFP

Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska karlalandsliðinu í knattspyrnu taka gott stökk upp á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Norðmenn fara upp um 12 sæti og eru í 73. sæti en þetta er annar mánuðurinn í röð sem Norðmenn fara upp listann en þeir lögðu Aserbaídsjan, 2:0, í undankeppni HM en steinlágu svo fyrir Þjóðverjum, 6:0.

Í júlí voru Norðmenn í 88. sæti á styrkleikalistanum og hafa aldrei í sögunni komist neðar.

mbl.is