Hættir eftir HM

Javier Mascherano.
Javier Mascherano. AFP

Argentínski landsliðsmaðurinn Javier Mascherano leikmaður Barcelona greindi frá því í kvöld að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Argentínumenn tryggðu sér farseðilinn til Rússlands í fyrrinótt þegar þeir báru sigurorð af Ekvadorum í lokaumferð riðlakeppninnar í S-Ameríku þar sem Lionel Messi skoraði þrennu.

Mascherano, sem verður 34 ára gamall á næsta ári, er annar leikjahæsti leikmaður argentínska landsliðsins með 139 leiki. Hann lék með liðinu á HM í Brasilíu fyrir fjórum árum þegar Argentínumenn töpuðu fyrir Þjóðverjum í úrslitaleik.mbl.is