Arnór Ingvi orðinn leikmaður Malmö

Arnór Ingvi handalar samninginn við Malmö.
Arnór Ingvi handalar samninginn við Malmö. Ljósmynd/Malmö

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður sænska meistaraliðsins Malmö en hann er búinn að skrifa undir samning við Malmö sem gildir til ársins 2021.

Malmö er búið að ganga frá kaupunum á Arnóri Ingva frá austurríska liðinu Rapid Vín en Arnór gekk í raðir liðsins frá sænska liðinu Norrköping í fyrra. Hann var í sumar lánaður til gríska liðsins AEK en fékk fá tækifæri með liðinu.

„Malmö er stærsta félagið í Skandinavíu og þegar ég heyrði um áhuga þess á mér þá vildi ég strax fara til liðsins. Það er ótrúlega góð tilfinning að þetta sé komið á hreint. Nú hlakka ég til að hitta liðsfélagana og starfsfólkið og að byrja að æfa og spila með liðinu. Ég mun gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna bikara á næsta tímabili,“ segir Arnór Ingvi á vef Malmö.

Arnór Ingvi varð sænskur meistari með Norrköping árið 2015 en liðið varð einmitt meistari á heimavelli Malmö. Hann er 24 ára gamall sem hefur spilað 15 A-landsleiki og skorað í þeim 5 mörk og það mikilvægasta þegar hann tryggði Íslendingum sigurinn gegn Austurríki á EM í fyrra og sæti í 16-liða úrslitunum.

mbl.is