Modric valinn bestur á HM

Ronaldo, Luka Modric og Jonathan Urretaviscaya.
Ronaldo, Luka Modric og Jonathan Urretaviscaya. AFP

Króatíski landsliðsmaðurinn Luka Modric leikmaður Real Madrid var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða í knattspyrnu sem lauk í Abu Dhabi í gærkvöld þegar Real Madrid hafði betur gegn Gremio, 1:0, í úrslitaleik mótsins.

Modric var frábær á miðjunni hjá Madridarliðinu sem vann heimsmeistaratitilinn annað árið í röð. Cristiano Ronaldo, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum, varð annar í kjöri á besta leikmanninum og Jonathan Urretaviscaya leikmaður Pachuca frá Mexíkó varð þriðji.

mbl.is