Nígería leikur fimm

Victor Moses leikur með nígeríska landsliðinu.
Victor Moses leikur með nígeríska landsliðinu. AFP

Nígería, einn andstæðinga Íslands á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi, hefur tilkynnt um fimm vináttulandsleiki sem liðið mun leika fram að mótinu.

Nígeríumenn ætla að mæta Póllandi í Varsjá þann 23. mars og svo Serbíu í Lundúnum 27. mars, en á svipuðum tíma mætir Ísland liðum Perú og Mexíkó í Bandaríkjunum.

Nígería mætir svo Kongó heima í höfuðborginni Abuja þann 28. maí, þegar lokaundirbúningur fyrir HM verður hafinn. Liðið heldur þaðan til Englands og mætir heimamönnum á Wembley 2. júní, og svo Tékklandi í Austurríki þann 6. júní. Ef fyrirliðinn Mikel John Obi spilar alla fimm leikina verður hann þriðji leikjahæstur í sögu Nígeríu með 87 landsleiki.

Ísland og Nígería mætast 22. júní í Volgograd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert