Ragnar þriðji Íslendingurinn hjá Rostov

Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. mbl.is/

Þriðji íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu er að ganga í raðir rússneska liðsins Rostov en miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er á leið á láni til félagsins út leiktíðina.

<span>Rússneski miðillinn <a href="https://8news.ru/news/football/2018-01-18-ragnar_sigurdsson_pereshl_iz_rubina_v_rostov"><em>8news </em></a>greinir frá þessu, en Ragnar var síðast hjá rússneska liðinu Ru­bin Kaz­an í láni frá enska B-deildarliðinu Fulham og hefur verið frá því síðastliðið vor. Ragnar sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að hann væri staðráðinn í að kom­ast burt frá fé­lag­inu nú í janú­ar­glugg­an­um. Mik­il óreiða er í her­búðum Rubin Kazan og hafa leik­menn ekki fengið greidd laun síðustu mánuðina. </span>

Hjá Rostov hittir Ragnar fyrir þá Sverri Inga Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson. Sverrir Ingi gekk í raðir Rostov fyrir tímabilið frá spænska liðinu Granada og Björn Bergmann samdi við rússneska liðið á dögunum, sem keypti hann frá norska úrvalsdeildarliðinu Molde.

Samningur Ragnars við Fulham rennur út í sumar en hann mun spila með Rostov út leiktíðina. Rostov er í 10. sæti af 16 liðum í rússnesku úrvalsdeildinni þegar leiknar hafa verið 20 umferðir af 30. Tæplega þriggja mánaða vetrarhlé er gert á deildinni sem hefst ekki aftur fyrr en í byrjun mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert