Skörð höggvin í lið Juventus

Argentínumaðurinn Paulo Dybala spilar ekki með Juventus í kvöld.
Argentínumaðurinn Paulo Dybala spilar ekki með Juventus í kvöld. AFP

Ítalíumeistarar Juventus verða án nokkurra öflugra leikmanna þegar liðið tekur á móti Tottenham í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Paulo Dybala, Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi eru allir úr leik vegna meiðsla.

Tottenham er taplaust í Meistaradeildinni á leiktíðinni en Juventus hefur verið gríðarlega erfitt heim að sækja í Meistaradeildinni á undanförnum árum. Liðið hefur ekki tapað síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í Meistaradeildinni

mbl.is