Níu rauð spjöld á loft (myndskeið)

Rauða spjaldið fór oft á loft.
Rauða spjaldið fór oft á loft. AFP

Það sauð allt upp úr þegar grannaliðin Vitoria og Bahia áttust við í brasilísku deildinni í knattspyrnu um helgina.

Undir lok leiksins var níu leikmönnum liðana vikið af velli, sex úr liði Vitoria og þremur úr liði Bahia, og í kjölfarið var leikurinn flautaður af.

Það varð allt vitlaust inni á vellinum þegar Bahia jafnaði metin úr vítaspyrnu. Vinicius, sem skoraði úr vítaspyrnunni, fagnaði með því að dansa fyrir framan stuðningsmenn Vitoria og í það fór illa í leikmenn liðsins. Til slagsmála kom á milli leikmanna liðanns. Dómari leiksins rak fimm leikmenn af velli og suttu síðan fóru fjórir leikmenn sömu leið, tveir úr hvoru liði, og dómari leiksins flautaði í kjölfarið leikinn af.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar leikmönnum liðanna lenti saman.

mbl.is