Grátandi Neymar borinn af leikvelli

Neymar heldur um andlitið þar sem hann er borinn af ...
Neymar heldur um andlitið þar sem hann er borinn af leikvelli í kvöld. AFP

Óvíst er hvort Brasilíumaðurinn Neymar spili seinni leik PSG gegn Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Neymar var borinn af velli í 3:0-sigri PSG gegn Marseille í frönsku 1. deildinni í kvöld en hann virðist hafa snúið sig á ökkla.

Kylian Mbappe og Edison Cavani skoruðu tvö marka PSG í kvöld en eitt markið var sjálfsmark. PSG er með 14 stiga forystu á toppi frönsku deildarinnar en liðið mætir Spánarmeisturunum í Real Madríd eftir níu daga.

mbl.is