Messi byrjar með látum

Lionel Messi tekur á móti boltanum í leiknum gegn Alaves ...
Lionel Messi tekur á móti boltanum í leiknum gegn Alaves í gær. AFP

Lionel Messi var á skotskónum með Barcelona í gærkvöld þegar liðið hóf titilvörnina með 3:0 sigri gegn Alavés á heimavelli sínum, Camp Nou.

Messi skoraði tvö af mörkum Börsunga og Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho skoraði eitt mark. Fyrra markið skoraði Messi með skoti beint úr aukaspyrnu og var það 6.000. markið sem Barcelona hefur skorað í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Messi hefur þar með skorað í 15 deildarleikjum Barcelona í röð og hefur skorað 6,4% marka Katalóníuliðsins í deildakeppninni frá upphafi.

mbl.is