Ólíklegt að Ronaldo fái lengra bann

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins mun rannsaka rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk í gær í viðureign Juventus og Valencia í Meistaradeildinni í næstu viku.

Ronaldo er sjálfkrafa kominn í eins leiks bann, sem ekki er hægt að áfrýja, en aganefndin gæti sett Portúgalann í tveggja leikja bann.

Menn telja ólíklegt að Ronaldo fái meira en eins leiks bann þar sem Ronaldo mótmælti ekkert alvarlega ákvörðun dómarans og var fljótur að yfirgefa völlinn.

Ronaldo verður í banni í leik Juventus á móti Young Boys en fái hann tveggja leikja bann missir hann af leiknum gegn sínum gömlu félögum í Manchester United á Old Trafford.

Rauða spjaldið sem Ronaldo fékk í gær var hans 11. á ferlinum en þetta var í fyrsta skipti sem hann er rekinn út af í leik í Meistaradeildinni.

mbl.is