Kári hrósaði sigri í Tyrklandi

Kári Árnason.
Kári Árnason. Ljósmynd/Genclerbirligi

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason lék allan tímann í vörn Genclerbirligi þegar liðið vann 1:0 útsigur gegn Altay í tyrknesku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Þetta var fjórði deildarleikur Kára með liðinu en með sigrinum náði Genclerbirligi fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Kári skrifaði í sumar undir eins árs samning við félagið sem féll úr efstu deildinni á síðustu leiktíð. Hann hef­ur verið at­vinnumaður frá því 2004 og hef­ur á þeim tíma leikið með Djurgår­d­en, AGF, Es­bjerg, Plymouth, Aber­deen, Rot­her­ham, Mal­mö og Omonia.

Kári var í dag valinn í landsliðshópinn sem mætir Frökkum í vináttuleik og Svisslendingum í Þjóðadeild UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert