Gríðarlega sterkt franskt byrjunarlið

Olivier Giroud skoraði tvö mörk á móti Íslandi í átta …
Olivier Giroud skoraði tvö mörk á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016. AFP

Heimsmeistarar Frakka stilla upp gríðarlega sterku liði gegn Íslandi í vináttuleik í Guingamp í kvöld. Kylian Mbappé er hins vegar ekki í byrjunarliðinu eins og stóð til, vegna meiðsla. Olivier Giroud kemur inn í liðið í hans stað. 

Markmaðurinn Hugo Lloris er fyrirliði og leikmenn á borð við Paul Pogba og Antoine Griezmann eru einnig í liðinu. Hér að neðan má sjá byrjunarliðið í heild: 

Mark: Hugo Lloris

Vörn: Benjamin Pavard, Raphaël Varane, Presnel Kimpembe, Lucas Digne

Miðja:  Florian Thauvin, Steven N'Zonzi, Paul Pogba, Ousmané Dembélé

Sókn: Antoine Griezmann, Olivier Giroud

mbl.is