Martial kominn aftur í landsliðið

Anthony Martial.
Anthony Martial. AFP

Með góðri frammistöðu í liði Manchester United síðustu vikurnar er Anthony Martial búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu á nýjan leik.

Martial var í dag valinn í landsliðshóp Frakka sem mætir Hollendingum í Þjóðadeild UEFA 16. þessa mánaðar og mætir svo Úrúgvæ í vináttuleik fjórum dögum síðar.

Martial, sem er 22 ára gamall, var ekki valinn í landslið Frakka á HM í Rússlandi þar sem Frakkar hömpuðu heimsmeistaratitlinum. Hann á að baki 18 leiki með Frökkum og lék síðast með þeim í vináttuleik á móti Rússum í mars.

Benjamin Mendy, Nabil Fekir og Adil Rami koma aftur inn í hópinn en þeir misstu af vináttuleiknum gegn Íslendingum í síðasta mánuði og leiknum á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild UEFA. Dimitri Payet, Thomas Lemar og Lucas Hernandez detta út úr hópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert