Hverjum var Mourinho að fylgjast með?

José Mourinho fylgist með leik Belga og Íslendinga í gærkvöld.
José Mourinho fylgist með leik Belga og Íslendinga í gærkvöld. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

José Mourinho var á meðal áhorfenda á leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brussel í gærkvöld.

Knattspyrnustjóri Manchester United lét lítið fara fyrir sér þar sem hann sat með derhúfuna í stúkunni.

Hvorki Romelu Lukaku né Marouane Fellaini voru í leikmannahópi Belga í gærkvöld en breskir miðlar telja víst að Mourinho hafi verið að fylgjast með miðverðinum Toby Alderweireld úr Tottenham.

Mourinho hefur ekki farið leynt með það að hann vill fá tvo miðverði í janúarglugganum enda hefur varnarleikur United ekki verið til að hrópa húrra fyrir á leiktíðinni.

Mourinho vildi fá Alderweireld til liðs við sig í sumar en eigendur Manchester-liðsins voru ekki tilbúnir að punga út peningum fyrir belgíska varnarmanninn.

mbl.is