Sverrir staðfestur hjá PAOK

Sverrir Ingi Ingason er kominn til PAOK í Thessaloniki.
Sverrir Ingi Ingason er kominn til PAOK í Thessaloniki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var rétt í þessu staðfestur sem nýr leikmaður gríska toppliðsins PAOK frá Thessaloniki sem kaupir hann af Rostov í Rússlandi. Formleg staðfesting verður reyndar í fyrramálið en félagið setti mynd á Twitter í kvöld sem sýndi nýjan leikmann í búningi félagsins og ekki fer á milli mála að þar er Sverrir á ferð. 

Sverrir kom til Thessaloniki um miðjan dag í gær, gekkst undir læknisskoðun og gekk frá samningum.

Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum er kaupverðið fjórar milljónir evra, sem samsvarar um 550 milljónum íslenskra króna.

Sverr­ir kom til Rostov sum­arið 2017 og var samn­ings­bund­inn til 2020. Hann hefur verið mik­il­væg­ur hlekk­ur hjá Rostov og er bú­inn að spila 90 mín­út­ur í öll­um 19 leikj­um liðsins á tíma­bil­inu. 

Sverr­ir er bú­inn að spila 26 lands­leiki fyr­ir Ísland og skora í þeim þrjú mörk. Hann er upp­al­inn í Breiðabliki og hef­ur áður leikið með Vik­ing Stavan­ger, Lok­eren og Gran­ada á at­vinnu­manns­ferl­in­um. 

PAOK, sem er frá Saloniki í norðurhluta Grikklands, trónir á toppi grísku úrvalsdeildarinnar, með 17 sigra og eitt jafntefli í 18 leikjum og átta stiga forskot á Olympiacos, enda þótt liðið hafi byrjað tímabilið með tvö stig í mínus.

PAOK sækir grísku meistarana í AEK heim til Aþenu í 19. umferð deildarinnar á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert