Enginn titill hjá PSG - Mbappé úti í kuldanum

Dani Alves fagnar marki sínu en síðar í leiknum skoraði …
Dani Alves fagnar marki sínu en síðar í leiknum skoraði hann sjálfsmark. AFP

Paris SG mistókst í þriðja skipti í kvöld að tryggja sér franska meistaratitilinn í knattspyrnu þegar liðið tapaði á útivelli fyrir Nantes 3:2.

Dani Alves kom Parísarliðinu í forystu á 19. mínútu en áður en áður er fyrri hálfleik lauk höfðu þeir Diego Carlos og Majeed Waris komið Nantes í forystu.

Dani Alves varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í byrjun seinni hálfleiks og koma Nantes í 3:1 en Metehan Guclu klóraði í bakkann fyrir Paris SG undir lok leiksins.

Stórstirnið Kylian Mbappé var settur út í kuldann og var ekki í leikmannahópi Paris SG í kvöld en Thom­as Tuchel þjálfari liðsins var mjög ósáttur út í leikmanninn eftir 5:1 tap liðsins á móti Lille um síðustu helgi þar sem Mbappé talaði illa um liðsfélaga sína við fréttamenn eftir leikinn.

Þrátt fyrir tapið á Paris SC meistaratitilinn vísan en liðið er með 17 stiga forskot í toppsæti deildarinnar á Lille þegar sex umferðum er ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert