Mikil pressa á Kovac

Niko Kovac þjálfari Bayern München.
Niko Kovac þjálfari Bayern München. AFP

Það er mikil pressa á Niko Kovac þjálfara þýska meistaraliðsins Bayern München en hann berst fyrir því að halda starfi sínu hjá þýska stórliðinu.

Kovac tók við liði Bayern fyrir tímabilið af Jupp Heynckes og með stigi gegn Eintracht Frankfurt á laugardaginn tryggja Bæjarar sér sjöunda meistaratitilinn í röð en Kovac yfirgaf Frankfurt í fyrra þar sem hann náði góðum árangri.

Í næstu viku mætir Bayern München liði Leipzig í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar en þó svo að Bayern vinni tvöfalt undir stjórn Kovac er alls ekki víst að hann muni halda starfi sínu hjá félaginu.

Mikið hefur gengið á í herbúðum félagsins á tímabilinu og hefur Kovac mátt þola mikla gangrýni innan sem utan félagsins. Sögusagnir eru í gangi að forráðamenn Bayern München horfi til Erik ten Hag, þjálfara Ajax, og Julen Lopetegui, fyrrverandi þjálfara spænska landsliðsins og Real Madrid, um að taka við þjálfun liðsins fyrir næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert