Arnór borinn af velli

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Ljósmynd/@Malmo_FF

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Malmö var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks í viðureign Malmö og Djurgården í dag.

Leikmaður Djurgården traðkaði harkalega ofan á sköflungi Arnórs og lá hann óvígur eftir, greinilega sárþjáður. Arnór var borinn af velli en leik liðanna lyktaði með 1:1 jafntefli.

Arnór og félagar tróna á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 35 stig og eru fjórum stigum á undan meisturum AIK, sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með.

Atvikið þegar Arnór meiddist má sjá HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert