Get vonandi treyst á Bale

Zinedine Zidane vildi ólmur losna við Gareth Bale fyrr í …
Zinedine Zidane vildi ólmur losna við Gareth Bale fyrr í sumar en nú hefur hljóðið í franska stjóranum breyst umtalsvert. AFP

Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, vonast til þess að geta treyst á Gareth Bale, sóknarmann liðsins, á komandi leiktíð en það er BBC sem greinir frá þessu. Bale var nálægt því að ganga til liðs við kínverska úrvalsdeildarfélagið Jiangsu Suning í júlí en Real Madrid stoppaði félagaskiptin á síðustu stundu.

Zidane vildi ólmur losna við leikmanninn fyrr í sumar en virðist nú hafa snúist hugur. Það stefndi allt í að hann væri á förum en hann er hérna ennþá og vonandi get ég treyst á hann eins og alla aðra leikmenn liðsins á komandi keppnistímabili,“ sagði Zidane í samtali við spænska fjölmiðla í dag.

„Hann er samningsbundinn Real Madrid og hann er mikilvægur leikmaður innan hópsins. Vonandi getur hann sýnt það á æfingum með liðinu að hann á heima í liðinu,“ sagði Zidane en Belginn Eden Hazard er að glíma við meiðsli aftan í læri og því gæti Bale verið í byrjunarliðinu þegar Real Madrid tekur á móti Celta Vigo á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert