Sextán ára Ísak skoraði í fyrsta leik

Ísak Bergmann, til hægri.
Ísak Bergmann, til hægri. Ljósmynd/kfia.is

Hinn 16 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði sér lítið fyrir og skoraði í sínum fyrsta leik með sænska liðinu Norrköping í dag.

Ísak og félagar áttu ekki í nokkrum vandræðum með að leggja D-deildarliðið Timrå af velli á útivelli í 2. umferð sænska bikarsins, 6:1.

Skagamaðurinn skoraði þriðja mark Norrköping í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Guðmundur Þórarinsson lék ekki með Norrköping. 

Ísak lék einn leik með ÍA í 1. deildinni áður en hann fór út til Svíþjóðar. Hann hefur skoraði 10 mörk í 13 leikjum með U17 ára landsliðinu. 

Nói Snæhólm Ólafsson lék fyrstu 47 mínúturnar með Syrianska sem hafði betur gegn Forssa á útivelli, 4:2. Aron Jóhannsson var hinsvegar ekki í leikmannahópi Hammarby sem vann 3:1-sigur á IFK Luleå á útivelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert