Henrik Larsson í ensku C-deildina?

Henrik Larsson
Henrik Larsson AFP

Enska C-deildarfélagið Southend United hefur áhuga á að ráða sænsku goðsögnina Hernrik Larsson sem næsta knattspyrnustjóra. Félagið hefur verið án stjóra síðan Kevin Bond sagði upp störfum fyrir tveimur vikum. 

Gengi Southend á tímabilinu hefur verið afleitt og er liðið án sigurs eftir sjö leiki. Larsson hefur ekki þjálfað utan Svíþjóðar en hann hefur verið við stjórn hjá Landskrona, Falkenberg og Helsingborg. 

Larsson spilaði með liðum á borð við Barcelona og Manchester United á farsælum leikmannaferli og er að mörgum talinn einn besti leikmaður Svíþjóðar frá upphafi. 

Southend hélt sér uppi í C-deildinni á síðasta tímabili á markatölu og stefnir í annað erfitt tímabil hjá liðinu. Það verður áhugavert að sjá hvort Larsson taki við liðinu og hvort hann nái að snúa genginu við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert