Glæsilegt aukaspyrnumark markvarðarins (myndskeið)

Stefan Hagerup, markvörður Ull/Kisa.
Stefan Hagerup, markvörður Ull/Kisa. Ljósmynd/Ull/Kisa

Stefan Hagerup, markvörður norska B-deildarliðsins Ull/Kisa, skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í leik Skeid og Ull/Kisa í deildinni í dag.

Hagerup jafnaði metin fyrir sína menn úr aukaspyrnu á 89. mínútu og einni mínútu síðar skoraði Vamouti Diomande sigurmarkið fyrir Ull/Kisa. Mark Hagerup má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is