Við störf í miðri krabbameinsmeðferð

Sinisa Mihajlovic.
Sinisa Mihajlovic. AFP

Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna á Ítalíu, sneri aftur á æfingasvæðið í gær eftir sjúkrahúslegu en hann glímir við hvítblæði eins og tilkynnt var um í sumar. 

Mihajlovic er nýkominn úr umfangsmikilli lyfjameðferð sem var sú þriðja í ferlinu hjá Serbanum. 

Mihajlovic hélt starfi sínu þrátt fyrir veikindin og mun stýra liði sínu gegn Parma á morgun. 

Sinisa Mihajlovic er fimmtugur og hefur stýrt mörgum liðum á Ítalíu á undanförnum árum en hann er kominn með ítalskt vegabréf eftir langa búsetu í landinu. Auk þess var hann landsliðsþjálfari Serbíu í eitt ár 2012-2013. 

Mihajlovic lék lengi á Ítalíu en áður var hann í sterku liði Rauðu stjörnunnar frá Belgrað sem sigraði í Evrópukeppni meistaraliða.  

mbl.is