Vill ekki missa samherja sinn til Liverpool

Jadon Sancho
Jadon Sancho AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Marco Reus hvetur hinn tvítuga Jadon Sancho til að vera áfram hjá Borussia Dortmund en ekki fara í félög eins og Liverpool, sem hann hefur verið orðaður við. Liverpool er eitt fjölmargra félaga sem hafa áhuga á Sancho. 

Reus, sem lék undir stjórn Jürgens Klopps núverandi stjóra Liverpool hjá Dortmund, vill halda Sancho hjá félaginu, en hann er einn besti ungi leikmaður Evrópu. „Hann ætti að vera áfram næstu tvö árin hjá Dortmund. Það er besti kosturinn á þessari stundu,“ sagði Reus við Bild. 

Liverpool gæti þurft að reiða fram 100 milljónir punda til að kaupa Sancho, sem hefur skorað 27 mörk í 69 leikjum með Dortmund síðan hann kom til félagsins frá Manchester City. Þá hefur hann skorað tvö mörk í ellefu landsleikjum. 

mbl.is