Ronaldo segir Beckham einn þann besta

David Beckham
David Beckham AFP

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Ronaldo var valinn besti leikmaður heims í tvígang og átti glæstan feril með félögum á borð við Inter Mílanó, Barcelona og Real Madríd ásamt því að vera heimsmeistari með Brasilíu tvisvar. Hins vegar telur hann að fyrrverandi samherji hans, David Beckham, hafi verið einn sá allra besti í sögunni.

Ronaldo og Beckham voru samherjar hjá Real Madríd á árunum 2003 og 2007 en þeir ræddu málin saman í myndskeiði sem Miami FC, knattspyrnufélag Beckhams, birti á Instagram í gær. Þar þakkaði Ronaldo þeim enska fyrir allar stoðsendingarnar.

„Þú varst einn sá besti í sögunni,“ sagði Ronaldo við gamla félaga sinn. „Hvernig þú meðhöndlaðir boltann, hvernig þú gast sent hann hvert sem þú vildir, án þess að horfa á mig. Ég þarf að þakka þér fyrir allar sendingarnar sem þú gafst á mig.“

Beckham svaraði í sömu mynt og bætti við að þegar hann sá Ronaldo spila fyrir Real þá hefði hann orðið þess fullviss að það hefði verið rétt ákvörðun að yfirgefa Manchester United árið 2003.

„Að fara frá Manchester United var erfitt, ég hafði verið þar alla mína ævi. En þegar þú gekkst inn í búningsklefann hjá Real þá leið mér vel hjá félaginu.“

David Beckham og Ronaldo er þeir voru liðsfélagar hjá Real …
David Beckham og Ronaldo er þeir voru liðsfélagar hjá Real Madríd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert