Kórónuveirusmit hjá Íslendingaliði

Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö.
Arnór Ingvi Traustason í leik með Malmö. AFP

Sænska knattspyrnufélagið Malmö, sem landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason leikur með, staðfesti í dag að einn í leikmannahópnum væri smitaður af kórónuveirunni.

Viðkomandi er ekki nafngreindur en sagt að hann hafi verið einangraður frá liðsfélögum sínum og tekið fram að félagið fari í einu og öllu eftir fyrirmælum um sóttvarnir. Malmö býr sig undir heimaleik gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni sem fram á að fara á morgun. 

Arnór og félagar voru þó brattir á æfingu í dag eins og sjá má á þessu myndskeiði þar sem Arnór sýnir snerpuna:

mbl.is