Landsliðsmaðurinn ekki upp um deild

Emil Hallfreðsson og félagar eru úr leik.
Emil Hallfreðsson og félagar eru úr leik. Ljósmynd/@PadovaCalcio

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í fótbolta, fer ekki upp úr ítölsku C-deildinni og upp í B-deildina með liði sínu Padova eftir 0:2-tap á útivelli fyrir U23 ára liði Juventus í sextán liða úrslitunum umspilsins. 

Nicoló Fagioli í liði Juventus fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 46. mínútu en þrátt fyrir það skoruðu Luca Zanimacchia og Gianluca Frabotta fyrir Juventus í seinni hálfleik. 

Emil lék fyrstu 62. mínúturnar með Padova, en hann fékk gult spjald á 57. mínútu. 

Hefur Emil verið orðaður við FH síðustu vikur og mánuði og gæti hann gengið í raðir uppeldisfélagsins í ágúst. 

mbl.is