Skoraði sigurmarkið í dramatískum sigri

Ingibjörg Sigurðardóttir var hetja Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir var hetja Vålerenga. Ljósmynd/Vålerenga

Vålerenga vann dramatískan 2:1-sigur á Røa í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslenska landsliðskonan Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Vålerenga í blálokin. 

Ingibjörg var í byrjunarliði Vålerenga og lék allan leikinn. Skoraði hún sigurmarkið af stuttu færi eftir undirbúning Marie Dølvik Markussen. 

Ingibjörg hefur leikið alla sjö leiki Vålerenga á leiktíðinni frá upphafi til enda og skorað tvö mörk. Kom hún til félagsins frá Djurgården í Svíþjóð fyrir leiktíðina. Vålerenga er í öðru sæti með 16 stig, eins og Lillestrøm sem á leik til góða. 

 

mbl.is