Sex ára sigurgöngu lokið

Rúnar Már Sigurjónsson og liðsfélagar hans í Astana þurftu að …
Rúnar Már Sigurjónsson og liðsfélagar hans í Astana þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ivan Maewski skoraði sigurmark Astana þegar liðið heimsótti Kyzylzhar í lokaumferð efstu deildar Kasakstan í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Astana en Maewski skoraði sigurmark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Rúnar Már Sigurjónsson leikur með Astana en hann sat allan tímann á varamannabekk liðsins í dag.

Liðið endar í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig, 9 stigum minna en topplið Kairat.

Þriðja sætið gefur sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar en Astana hefur fagnað sigri í deildarkeppninni í Kasakstan undanfarin sex ár.

Þá er þetta versti árangur liðsins í deildarkeppninni síðan árið 2012 þegar liðið hafnaði í fimmta sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert