Agüero á leið til Spánar

Sergio Agüero hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City.
Sergio Agüero hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari með City. AFP

Spænska íþróttafélagið Barcelona hefur boðið argentínska knattspyrnumanninum Sergio Agüero tveggja ára samning.

Það er TyC Sports sem greinir frá þessu en framherjinn, serm er samningsbundinn Manchester City í dag, verður samningslaus í sumar. Hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 257 mörk í 384 leikjum.

Í lok tilkynnti enska félagið að Agüero, sem er 32 ára gamall, myndi yfirgefa City en hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona undanfarnar vikur.

Þá er Juventus einnig sagt áhugasamt um leikmanninn en hann og Lionel Messi, fyrirliði Barcelona, eru miklir vinir og því vilja spænskir fjölmiðlar meina að Agüero muni skrifa undir á Spáni þegar samningur hans við City rennur út.

mbl.is