Leikmaður Everton gerði þrennu gegn Þjóðverjum

Richarlison fagnar þriðja marki sínu.
Richarlison fagnar þriðja marki sínu. AFP

Brasilía fer vel af stað í knattspyrnu í karlaflokki á Ólympíuleikunum í Tókýó því Suður-Ameríkuþjóðin vann 4:2-sigur á Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í dag.

Richarlison, sóknarmaður enska liðsins Everton, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í fyrri hálfleik og kom Brasilíu í 3:0. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu, en Maximilian Arnold fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Ástralía hafði betur gegn Argentínu.
Ástralía hafði betur gegn Argentínu. AFP

Þrátt fyrir það gáfust tíu Þjóðverjar ekki upp því Ragnar Ache minnkaði muninn enn frekar á 84. mínútu. Paulinho átti hins vegar lokaorðið fyrir Brasilíu því hann gulltryggði 4:2-sigur með marki í uppbótartíma.

Ástralía gerði sér lítið fyrir og vann Argentínu, 2:0. Lachian Wales og Marco Tilio skoruðu mörkin. Þá unnu heimamenn í Japan 1:0-sigur á Suður-Afríku og Rúmenía vann Hondúras, 1:0.

Heimamenn í Japan fara vel af stað.
Heimamenn í Japan fara vel af stað. AFP
mbl.is