Hófu titilvörnina af krafti

Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers.
Steven Gerrard er knattspyrnustjóri Rangers. AFP

Skotlandsmeistarar Rangers, undir stjórn Stevens Gerrards, hófu í dag titilvörn sína í skoska fótboltanum með 3:0-heimasigri á Livingston.

Lærisveinar Liverpool-goðsagnarinnar unnu deildina með sannfærandi hætti á síðustu leiktíð eftir að erkifjendurnir í Celtic höfðu fagnað sigri níu ár í röð.

Ianis Hagi, Scott Wright og Kemar Roofe, sem lék sem lánsmaður með Víkingi Reykjavík á sínum tíma, skoruðu mörk Rangers. Celtic mætir Hearts síðar í dag og Aberdeen, sem Breiðablik mætir í Sambandsdeildinni, mætir Dundee United á morgun.

mbl.is