Mbappé hetjan í fjarveru Messi og Neymars

Kylian Mbappé fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Kylian Mbappé fagnar sigurmarki sínu í kvöld. AFP

Kylian Mbappé tryggði París Saint-Germain nauman 2:1 sigur gegn Angers í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Angers leiddi 0:1 í hálfleik eftir að Angelo Fulgini skoraði á 36. mínútu.

Á 69. mínútu jafnaði portúgalski varnartengiliðurinn Danilo Pereira metin fyrir heimamenn. Hann skoraði þá gott skallamark eftir fyrirgjöf Mbappé.

Mbappé skoraði svo sjálfur sigurmarkið með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Vítaspyrnan var dæmd eftir að Pierrick Capelle handlék knöttinn innan vítateigs.

Lokatölur þar með 2:1 þar sem PSG náði að kreista fram sigur án hinna stjórstjarnanna sinna, Lionel Messi og Neymars, sem báðir voru fjarverandi í kvöld þar sem þeir voru að með landsliðum sínum í undankeppni HM 2022 í nótt.

mbl.is