Í viðræðum við Hammarby

Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg.
Alfreð Finnbogason í leik með Augsburg. AFP

Alfreð Finnbogason landsliðsmaður í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö eins og sænskir fjölmiðlar fjölluðu um á dögunum.

Aftonbladet segir í dag að viðræður séu í gangi en Alfreð er laus allra mála frá Augsburg í Þýskalandi eftir sex og hálft ár þar. Blaðið segir að samningur Alfreðs verði byggður á leikjafjölda hans fyrir félagið en framherjinn hefur átt í erfiðleikum vegna meiðsla undanfarin ár og náði í Þýskalandi aldrei að leika meira en 22 af 34 leikjum í efstu deildinni á hverju tímabili með Augsburg.

Vegna meiðslanna hefur Alfreð ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan í nóvember 2020 en hann hefur skorað 15 mörk í 61 landsleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert