Willum Þór til Hollands

Willum Þór Willumsson í leik með BATE.
Willum Þór Willumsson í leik með BATE. Ljósmynd/BATE Borisov

Willum Þór Willumsson skiptir um félag í fótboltanum en hann fer frá gamla félagi sínu BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning hjá Go Ahead Eagles sem spila í efstu deild Hollands á morgun. 

Willum Þór á einn A-landsleik og 19 U21 árs landsleiki að baki og hefur skorað þrjú mörk með U21 árs landsliðinu. Willum er uppalinn í Breiðabliki en fór út í atvinnumensku 2018 og hefur leikið með BATE í þrjú og hálft ár. Hann er eldri bróðir Brynjólfs Darra Willumssonar sem er einnig úti í atvinnumennsku og leikur með Kristiansund í Noregi.

Willum var að glíma við meiðsli í rúman mánuð af tímabilinu en er kominn aftur og spilaði 80  mínútur í leik BATE gegn Energetik-BGU. Hann var samt sem áður ekki í hóp í síðasta leik liðsins á móti FC Minsk síðastliðinn laugardag.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Willums, staðfesti þetta og sagði í samtali við mbl.is að stefnt sé að því að hann skrifi undir á morgun.

Go Ahead Eagles hafnaði í þrettánda sæti af átján liðum í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Félagið er frá borginni Deventer í austurhluta landsins en Willum verður fyrsti Íslendingurinn til að leika með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert