Frakkar fóru létt með Hollendinga

Franski fyrirliðinn Kylian Mbappé fagnar öðru marki sínu í kvöld.
Franski fyrirliðinn Kylian Mbappé fagnar öðru marki sínu í kvöld. AFP/Franck Fife

Frakkland fór létt með Holland, 4:0, í B-riðli í undankeppni EM karla í fótbolta á Stade de France í kvöld. 

Frakkar voru komnir þremur mörkum yfir eftir rúman 20. mínútna leik. Fyrst kom Antoine Griezmann franska liðinu yfir á 2. mínútu. Dayot Upamecano tvöfaldaði forystu þess á 8. mínútu og svo á 21. mínútu skoraði nýi fyrirliðinn Kylian Mbappé þriðja markið. 

Mbappé bætti svo við öðru marki úndir lok leiks og tryggði virkilega sannfærandi sigri Frakklands í hús. 

Frakkar eru efstir með þrjú stig og bestu markatöluna en Holland er neðst. 

Romelu Lukaku skoraði öll þrjú mörk Belgíu í sannfærandi sigri belgíska liðsins á Svíþjóð í kvöld, 3:0. Framherjinn skoraði eitt mark í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni. 

Belgar eru í öðru sæti F-riðilsins en ásamt þeim vann Austurríki einnig þriggja marka sigur, 4:1, á Aserbaídsjan. 

Færeyjar gerðu grátlegt jafntefli á útivelli gegn Moldóvu. Færeyingar komust yfir á 27. mínútu leiksins þökk sér Mads Boe Mikkelsen. Færeyjar fengu hinsvegar víti á sig undir lok leiks þar sem Ion Nicolaescu jafnaði metin fyrir Moldóvu. 

Blikarnir Patrik Johannesen og Klæmint Olsen léku báðir í framlínu Færeyja en voru teknir af velli í seinni hálfleik. 

Öll úrslit kvöldsins: 

B-riðill

Frakkland - Holland 4:0
Gíbraltar - Grikkland 0:3

E-riðill 

Tékkland - Pólland 3:1
Moldóva - Færeyjar 1:1

F-riðill

Svíþjóð - Belgía 0:3
Austurríki - Aserbaídsjan 4:1

G-riðill 

Búlgaría - Svartfjallaland 0:1
Serbía - Litháen 2:0

mbl.is