Bayern vann toppslag Íslendinganna

Bæjararnir Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í landsleik …
Bæjararnir Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í landsleik með Íslandi. AFP

Bayern München vann Wolfsburg, 1:0, í toppslag þýsku 1. deildar kvenna í fótbolta í München í dag. 

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bæjara en Sveindís Jane Jónsdóttir kom inná á 59. mínútu fyrir Wolfsburg. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern og Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahópnum. 

Sigurmakið skoraði Englendingurinn Georgia Stanway á 83. mínútu úr vítaspyrnu. 

Bayern er nú komið í toppsæti þýsku deildarinnar með 43 stig, einu meira en Wolfsburg sem er í öðru. 

mbl.is